Gunnar segir að Ponzinibbio sé drullusokkur og svindlari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 07:00 Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio fyrir bardaga þeirra í Glasgow í júlí 2017. getty/Josh Hedges Gunnar Nelson segist vera í góðu formi en hann þurfi að fara í gegnum æfingabúðir til að vera tilbúinn í næsta bardaga. Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar. MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Í viðtali við mmafréttir.is segist Gunnar vonast til að fá bardaga á næstunni en hann sé þó mátulega bjartsýnn á að það gangi eftir. „Vonandi getum við farið að hefja æfingabúðir sem fyrst og að það komi ekki upp einhver önnur bóla. En ég vil ekki gera mér einhverjar alltof miklar vonir og svo kemur breska bólan hingað og allt lokar aftur. Við erum nokkrum sinnum búin að opna og svo þurft að loka aftur, opna og loka aftur. Það er hægt að missa móðinn aðeins. Þannig að ég ætla bara að halda þessu trukki núna og þið fáið að heyra það frá mér ef ég er með eitthvað,“ sagði Gunnar sem hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Gilbert Burns í september 2019. Undanfarna mánuði hefur Gunnar lítið getað æft bardagaíþróttir vegna samkomutakmarkana. Hann segist þó vera í fínu formi. „Ég er búinn að vera að lyfta og þyngjast aðeins þannig að ég finn ég er orðinn sterkari. Ég er bara spenntur fyrir að byrja almennilegar æfingabúðir og æft bardagaíþróttir,“ sagði Gunnar. Margir muna eftir tapi hans fyrir Santiago Ponzinibbio 2017 þegar Argentínumaðurinn potaði í augu Gunnars. Ponzinibbio tapaði fyrir Li Jingliang fyrr í þessum mánuði. Gunnari fannst ekki leiðinlegt að sjá þau úrslit. „Ég á eftir að sjá bardagann en veit að hann var ekkert svo langur. En ég er búinn að sjá rothöggið og það var bara yndislegt. Það voru nokkrir að senda á mig klippur af rothögginu. Ég er svo sem löngu hættur að spá í þeim manni, en ég hef ákveðna óbeit á honum. Mér finnst hann vera drullusokkur og svindlari. Það er bara gaman að sjá að hann hafi verið laminn,“ sagði Gunnar.
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira