„Ráku mig á Zoom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 12:01 Miguel Herrera með fyrrum leikmanni sínum Esteban Lozano hjá Club America. Getty/Alex Menendez Knattspyrnustjórar eru vanalega kallaðir á teppið hjá yfirmönnum þegar þeim er sagt upp störfum en á tímum kórónuveirunnar þá gæti líka verið slæmar fréttir að fá boð um Zoom fund frá framkvæmdastjóra og forseta félagsins. Miguel Herrera, fyrrum þjálfari mexíkanska fótboltaliðsins Club America, er ekki ánægður með vinnubrögð fyrrum yfirboðara sinna. Herrera þurfti að taka pokann sinn eftir 3-1 tap á móti LAFC í síðasta mánuði en leikurinn var í Meistaradeild CONCACAF og tapið þýddi að mexíkóska liðið var úr leik. Herrera var engu að síður viss um að fá að halda áfram með liðið þar sem hann hefur unnið fjóra titla. Tveimur dögum síðar var Miguel Herrera hins vegar rekinn. Hay decisiones de empresa que se toman que no nos gustan, pero se toman.' VIDEO: https://t.co/dtCSM6d6rA— MedioTiempo (@mediotiempo) January 25, 2021 „Þeir boðuðu mig á Zoom fund og þar voru framkvæmdastjórinn Joaquin Balcarcel ásamt forsetanum Santiago Banos. Joaquin segir þá við mig: Ég er búinn að taka ákvörðun og við ætlum að enda samstarfið hér,“ sagði Miguel Herrera í viðtali við mexíkanska blaðamanninn Mara Patricia Castaneda. „Ég sagði honum að ég væri ekki sammála. Tölurnar væru með mér og að ég væri mjög leiður og reiður yfir þessari ákvörðun hans,“ sagði Herrera. Miguel Herrera, sem þjálfari mexíkanska landsliðið um tíma, segir að umræddur Joaquin Balcarcel hafi áður fullvissað hann um það að starfið hans væri ekki í hættu þegar Club America datt út úr úrslitakeppninni í Mexíkó áður en kom að leiknum í Meistaradeildinni. Herrera bauðst þá til að láta af störfum en Balcarcel fékk hann til að halda áfram. Me echaron por Zoom ; Miguel Herrera REVELÓ quién de Televisa lo DESPIDIÓ https://t.co/fJuP5FmVaZ pic.twitter.com/8kEhDoAMSX— MedioTiempo (@mediotiempo) January 26, 2021 Hinn 52 ára gamli Herrera er einn þekktasti maðurinn í mexíkanska fótboltanum enda duglegur að koma sér í fréttirnar. Hann vann titil með Club America á sínu fyrsta tímabili með liðið sem var um leið frumraun hans sem knattspyrnuþjálfara. Herrera tók seinna við landsliði Mexíkó og for með liðið á HM í Brasilíu árið 2014. Hann missti þó það starf eftir að myndband fór á flug á netinu af honum að kýla blaðamann á flugvelli í Philadelphia aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa gert Mexíkó að Gullbikarmeisturum árið 2015. Herrera þjálfaði Tijuana í næstum því tvö ár áður en hann tók aftur við Club America. Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fleiri fréttir Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Miguel Herrera, fyrrum þjálfari mexíkanska fótboltaliðsins Club America, er ekki ánægður með vinnubrögð fyrrum yfirboðara sinna. Herrera þurfti að taka pokann sinn eftir 3-1 tap á móti LAFC í síðasta mánuði en leikurinn var í Meistaradeild CONCACAF og tapið þýddi að mexíkóska liðið var úr leik. Herrera var engu að síður viss um að fá að halda áfram með liðið þar sem hann hefur unnið fjóra titla. Tveimur dögum síðar var Miguel Herrera hins vegar rekinn. Hay decisiones de empresa que se toman que no nos gustan, pero se toman.' VIDEO: https://t.co/dtCSM6d6rA— MedioTiempo (@mediotiempo) January 25, 2021 „Þeir boðuðu mig á Zoom fund og þar voru framkvæmdastjórinn Joaquin Balcarcel ásamt forsetanum Santiago Banos. Joaquin segir þá við mig: Ég er búinn að taka ákvörðun og við ætlum að enda samstarfið hér,“ sagði Miguel Herrera í viðtali við mexíkanska blaðamanninn Mara Patricia Castaneda. „Ég sagði honum að ég væri ekki sammála. Tölurnar væru með mér og að ég væri mjög leiður og reiður yfir þessari ákvörðun hans,“ sagði Herrera. Miguel Herrera, sem þjálfari mexíkanska landsliðið um tíma, segir að umræddur Joaquin Balcarcel hafi áður fullvissað hann um það að starfið hans væri ekki í hættu þegar Club America datt út úr úrslitakeppninni í Mexíkó áður en kom að leiknum í Meistaradeildinni. Herrera bauðst þá til að láta af störfum en Balcarcel fékk hann til að halda áfram. Me echaron por Zoom ; Miguel Herrera REVELÓ quién de Televisa lo DESPIDIÓ https://t.co/fJuP5FmVaZ pic.twitter.com/8kEhDoAMSX— MedioTiempo (@mediotiempo) January 26, 2021 Hinn 52 ára gamli Herrera er einn þekktasti maðurinn í mexíkanska fótboltanum enda duglegur að koma sér í fréttirnar. Hann vann titil með Club America á sínu fyrsta tímabili með liðið sem var um leið frumraun hans sem knattspyrnuþjálfara. Herrera tók seinna við landsliði Mexíkó og for með liðið á HM í Brasilíu árið 2014. Hann missti þó það starf eftir að myndband fór á flug á netinu af honum að kýla blaðamann á flugvelli í Philadelphia aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa gert Mexíkó að Gullbikarmeisturum árið 2015. Herrera þjálfaði Tijuana í næstum því tvö ár áður en hann tók aftur við Club America.
Fótbolti Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fleiri fréttir Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira