Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 11:18 Þúsundir Nýsjálendinga sóttu tónleika í Hastings um helgina. Getty/Kerry Marshall Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira