Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2021 11:57 Mestu munaði um samdrátt í framkvæmdum Ísavia á síðasta ári. Áætlanir voru uppi um að framkvæma fyrir 21 milljarð en á endanum var framkvæmt fyrir 200 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins fór fram í morgun þar sem fulltrúar stærstu opinberra aðila kynntu áform sín um framkvæmdir og útboð á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn breytti ýmsum áformum ríkis, sveitarfélaga og stofnanna þeirra í fyrra. Þannig var heildarverðmæti framkvæmda á árinu 2020 um 29 prósentum minna en boðað var á útboðsþingi í upphafi þess árs. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir sláandi hvað framkvæmdir opinberra aðila reyndust mikið minni á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins sagði við setningu útboðsþings að mestu hafi munað um mikinn samdrátt í framkvæmdum Ísavia sem ætlaði að framkvæma fyrir 21 milljarð í fyrran en endaði í 200 milljónum. „Þá voru framkvæmdir framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðasta ári 7,6 milljörðum minni en boðaðar framkvæmdir á útboðsþingi í fyrra. Nefna má að nánast engar framkvæmdir voru á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar á síðasta ári. Þetta er býsna sláandi á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu. Við þreytumst ekki á að minna á að fjárfesting í dag sé hagvöxtur á morgun. Þar spila innviðir landsins lykilhlutverk,“ sagði Árni. Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða króna á útboðsþingi í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmæti framkvæmda hljóðaði upp á 21,1 milljarð króna sem var einum milljarði minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina ætla að gefa enn meira í með framkvæmdir á þessu ári en gert var á því síðasta þegar borgin var nokkurn veginn á áætlun meðan flestir drógu úr áætlunum sínum.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að árið í ár verði gríðarstórt í framkvæmdum undir merkjum græna plansins hjá borginni, en samanlagt áætla borgin og stofnanir hennar að fjárfesta fyrir 34,7 milljarða á þessu ári. „Þar sem við erum að flýta stórum fjárfestingum í grænni framtíð. Grænum innviðum í samgöngum og borginni í heild. Til þess að ýta undir efnahagslega endurreisn og fjárfesta í framtíðar lífsgæðum í borginni,“ sagði Dagur. Þá stefna fleiri stórir aðilar að aukningu framkvæmda. Þannig stefnir Ísavía á að framkvæma fyrir um 13 milljarðasvo eitthvað sé nefnt. En samanlagt boðuðu opinberir aðilar á útboðsþingi framkvæmdir upp á 139 milljarða á þessu ári. Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30 Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins fór fram í morgun þar sem fulltrúar stærstu opinberra aðila kynntu áform sín um framkvæmdir og útboð á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn breytti ýmsum áformum ríkis, sveitarfélaga og stofnanna þeirra í fyrra. Þannig var heildarverðmæti framkvæmda á árinu 2020 um 29 prósentum minna en boðað var á útboðsþingi í upphafi þess árs. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir sláandi hvað framkvæmdir opinberra aðila reyndust mikið minni á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins sagði við setningu útboðsþings að mestu hafi munað um mikinn samdrátt í framkvæmdum Ísavia sem ætlaði að framkvæma fyrir 21 milljarð í fyrran en endaði í 200 milljónum. „Þá voru framkvæmdir framkvæmdir Vegagerðarinnar á síðasta ári 7,6 milljörðum minni en boðaðar framkvæmdir á útboðsþingi í fyrra. Nefna má að nánast engar framkvæmdir voru á vegum Faxaflóahafna og Orku náttúrunnar á síðasta ári. Þetta er býsna sláandi á tímum mikils samdráttar í efnahagslífinu. Við þreytumst ekki á að minna á að fjárfesting í dag sé hagvöxtur á morgun. Þar spila innviðir landsins lykilhlutverk,“ sagði Árni. Reykjavíkurborg boðaði framkvæmdir fyrir 19,6 milljarða króna á útboðsþingi í fyrra auk 2,5 milljarða króna í fjárfestingarátak vegna COVID-19. Heildarverðmæti framkvæmda hljóðaði upp á 21,1 milljarð króna sem var einum milljarði minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina ætla að gefa enn meira í með framkvæmdir á þessu ári en gert var á því síðasta þegar borgin var nokkurn veginn á áætlun meðan flestir drógu úr áætlunum sínum.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að árið í ár verði gríðarstórt í framkvæmdum undir merkjum græna plansins hjá borginni, en samanlagt áætla borgin og stofnanir hennar að fjárfesta fyrir 34,7 milljarða á þessu ári. „Þar sem við erum að flýta stórum fjárfestingum í grænni framtíð. Grænum innviðum í samgöngum og borginni í heild. Til þess að ýta undir efnahagslega endurreisn og fjárfesta í framtíðar lífsgæðum í borginni,“ sagði Dagur. Þá stefna fleiri stórir aðilar að aukningu framkvæmda. Þannig stefnir Ísavía á að framkvæma fyrir um 13 milljarðasvo eitthvað sé nefnt. En samanlagt boðuðu opinberir aðilar á útboðsþingi framkvæmdir upp á 139 milljarða á þessu ári.
Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30 Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. 27. janúar 2021 08:30
Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. 19. janúar 2021 12:26
Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40
Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52