Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:00 Björn Bergmann Sigurðarson er á leið í eitt besta lið Noregs eftir stutta dvöl hjá Lilleström. mynd/lsk.no Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn. Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma. Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma.
Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira