Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2021 14:26 Leifur Garðarsson hefur dæmt í efstu deild um árabil og verið verðlaunaður fyrir sína frammistöðu. Vísir/Daníel Þór Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira