Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2021 14:26 Leifur Garðarsson hefur dæmt í efstu deild um árabil og verið verðlaunaður fyrir sína frammistöðu. Vísir/Daníel Þór Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira