Cousins er 24 ára miðjumaður sem á að baki fjölda leikja með U20-landsliði Bandaríkjanna, meðal annars á HM U20 ára árið 2016. Hún lék með sterku liði Tennessee í efstu deild bandaríska háskólaboltans og var tvö tímabil í röð valin í úrvalslið þrjú í deildinni.

Murison er 22 ára gömul og raðaði inn mörkum fyrir Santa Barbara háskólann. Alls skoraði hún 34 mörk í 76 leikjum fyrir liðið. Árið 2018 var hún valin í úrvalslið Big West riðilsins.
Þróttarar, sem horfðu á eftir bakverðinum öfluga Mary Alice Vignola til Vals eftir síðasta tímabil, horfa björtum augum á komandi leiktíð. Sem nýliði endaði Þróttur í 5. sæti af tíu liðum Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, þó aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

„Þetta eru gríðarlega spennandi leikmenn,“ segir Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, í fréttatilkynningu og bætir við: „Í bland við okkar góða hóp af uppöldum Þrótturum og öðrum leikmönnum sem hafa verið hjá okkur lengi, þá teljum við þessir leikmenn muni tryggja að Þróttur tefli fram sterku liði á komandi sumri.“