Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 16:05 Virði hlutabréfa GameStop hefur hækkað um rúm þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. AP/Nam Y. Huh Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street. Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs. Bandaríkin Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs.
Bandaríkin Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira