Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 16:05 Virði hlutabréfa GameStop hefur hækkað um rúm þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. AP/Nam Y. Huh Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street. Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs. Bandaríkin Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Forsvarsmenn beggja sjóðanna hafa nú lagt árar í bát og hafa mögulega tapað milljörðum dala, þó það sé ekki vitað með vissu. Málið má rekja til þess að starfsmenn sjóðanna Citron Research og Melvin Capital ákváðu að taka stöðu gegn GameStop. Veðjuðu þeir á að hlutabréf fyrirtækisins myndu lækka í verði, enda hefur fyrirtækið gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnu samhliða því að sala tölvuleikja hefur að miklu leyti færst á netið. Netverjar fylktu sér þó að baki GameStop og fjárfestu í hlutabréfum fyrirtækisins í massavís. Andrew Left, sem rekur Citron, birti myndband á Youtube í dag þar sem hann segist hafa gefist upp og viðurkennir að sjóður hans hafi tapað á GameStop, án þess þó að segja hve miklu. Forsvarsmenn Melvin Capital hafa einnig gefið út að þeir hafi einnig lagt árar í bát og að sjóðurinn hafi tapað verulega á stöðunni gegn GameStop. Þar liggur heldur ekki fyrir hve miklu sjóðurinn tapaði en CNBC segir að bakhjarlar sjóðsins hafi lagt þrjá milljarða dala í hann að undanförnu. Forsvarsmaður sjóðsins neitaði sögusögnum um að hann væri mögulega gjaldþrota. AP fréttaveitan segir að ummæli í kringum málið á netinu gefi í skyn að helsta ástæða þess að svo margir netverjar fjárfestu í hlutabréfum GameStop að undanförnu sé að þeir töldu sig vera að ná höggi á fjársterka aðila á Wall Street. Fréttaveitan hefur eftir greiningaraðilum að samtals hafi sjóðir og fjárfestar á Wall Street tapað rúmlega fimm milljörðum dala á því að veðja á verðlækkun hlutabréfa GameStop. Þá sé útlit fyrir að þetta verði ekki einstakt atvik. AMC Entertainment Holdings, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum tilkynnti nýverið að félagið hefði tapað 900 milljónum í þessum mánuði. Þrátt fyrir það hefur virði hlutabréfa AMC hækkað verulega í dag og #SaveAMC er eitt mest notaða myllumerki Twitter vestanhafs.
Bandaríkin Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira