Mettekjur hjá Apple: 14,4 þúsund milljarða tekjur sem raktar eru til sölu iPhone 12 Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 11:46 Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. AP/Andy Wong Tekjur Apple á síðasta ársfjórðungi 2020 voru 111,4 milljarðar dala. Það samsvarar um 14.400 milljörðum króna (14.400.000.000), gróflega reiknað, og hækkuðu tekjurnar um 21 prósent, samanborið við sama tímabil 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær. Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær.
Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29