Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði á vettvangi var fjölskylda inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Hún komst út úr húsinu af sjálfsdáðum. Ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús en rýma þurfti efstu tvær hæðir hússins vegna eldsins.
Slökkvistarfi lauk strax á áttunda tímanum. Íbúðin var reykræst en mikið eignatjón varð vegna eldsins.





Fréttin hefur verið uppfærð.