Katrín Tanja skrifar um það góða og það slæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir mætir með bros og jákvæðni þangað sem hún kemur en það þýðir ekki að hún þurfi ekki stundum að hafa fyrir því að deila jákvæðri orku. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir vaknar ekki alltaf ofurhress eins og sumir halda. Hún fer líka öfugu megin úr rúminu eins og við hin. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira