„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 12:33 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki lausnina vera að stjórnmálamenn víggirði sig. Komast þurfi að rót vandans. Vísir/Vilhelm „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull,“ segir forsætisráðherra. Stjórnmálamenn séu oft sakaðir um hina verstu hluti og umræðan sé ekki málefnaleg eða heilbrigð fyrir samfélagið. „Ég held ekki að lausnin sé að stjórnmálamenn víggirði sig. Það er heilbrigðismerki á íslensku samfélagi að geta gengið um meðal fólks og átt samtal beint við fólkið í landinu. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég held við þurfum frekar að skoða þessar orsakir,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held við getum öll litið í eigin barm. Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn ábyrgð og þeir sem taka þátt í opinberi umræðu. Ég er ekki að tala fyrir því að fólk tjái sig ekki og hér sé ekki fullt málfrelsi. En horfum til þess sem er verið að segja um fólk, það er gríðarlega hart fram gengið. Og oft ekki með málefnalegum hætti.“ Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögregla heldur spilunum þétt að sér og veitir litlar upplýsingar. Skotárásin kemur í framhaldi af fregnum af skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og fleiri stjórnmálaflokka og samtaka. Öll málin eru óupplýst. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull,“ segir forsætisráðherra. Stjórnmálamenn séu oft sakaðir um hina verstu hluti og umræðan sé ekki málefnaleg eða heilbrigð fyrir samfélagið. „Ég held ekki að lausnin sé að stjórnmálamenn víggirði sig. Það er heilbrigðismerki á íslensku samfélagi að geta gengið um meðal fólks og átt samtal beint við fólkið í landinu. Þannig vil ég hafa það áfram. Ég held við þurfum frekar að skoða þessar orsakir,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held við getum öll litið í eigin barm. Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn ábyrgð og þeir sem taka þátt í opinberi umræðu. Ég er ekki að tala fyrir því að fólk tjái sig ekki og hér sé ekki fullt málfrelsi. En horfum til þess sem er verið að segja um fólk, það er gríðarlega hart fram gengið. Og oft ekki með málefnalegum hætti.“ Skotið var tvívegis á bíl borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögregla heldur spilunum þétt að sér og veitir litlar upplýsingar. Skotárásin kemur í framhaldi af fregnum af skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og fleiri stjórnmálaflokka og samtaka. Öll málin eru óupplýst.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26
Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum. 29. janúar 2021 12:25
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels