Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 15:21 Samherji kærði nokkra starfsmenn Seðlabankans, þáverandi og fyrrverandi, til lögreglu árið 2019. Vísir/Egill Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum. Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum.
Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira