Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 13:34 Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Vísir/Sigurjón Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.” Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.”
Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43