Telur viðbrögðin við máli borgarstjóra „yfirdrifin á ýmsan hátt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 14:52 Páll telur að viðbrögð við skotárás á bíl borgarstjóra séu yfirdrifin á ýmsan hátt. Vísir/Samsett Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki ráðlegt að „fara á límingunum“ yfir máli borgarstjóra, hvers bíl var skotið á með byssu á dögunum. Í Facebook-færslu sem Páll birti fyrir skömmu segist hann ekki vilja gera lítið úr hættunni „sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla.“ „En fyrir alla muni hættið að tala um yfirvofandi hryðjuverkahættu, brynvarin ökutæki og sérsveitir til að passa stjórnmálamenn. Ekki fara á límingunum!“ skrifar Páll. Nú vil ég ekki gera lítið úr hættunni sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla....Posted by Páll Magnússon on Sunday, 31 January 2021 Í samtali við Vísi segist Páll ekki vera að vísa til orðræðu neinna sérstakra stjórnmálamanna eða annarra vegna málsins. „Mér hafa fundist viðbrögðin sums staðar og umtalið vera yfirdrifin á ýmsan hátt,“ segir Páll. Hann telji ekki að málið kalli á viðbrögð þar sem það er kallað ógn við lýðræðið eða að þetta sýni fram á einhverja hryðjuverkaógn. „Það hafa verið notuð um þessa viðburði orð af því tagi sem mér finnast einfaldlega ekki eiga við. Það hafa komið hér sameiginlegar yfirlýsingar frá stjórnmálaflokkum, ríkislögreglustjóri dreginn á flot í þessu og viðbrögðin verið með þeim hætti að við stæðum frammi fyrir einhverri ofboðslegri ógn. En það er ekki, þess vegna fannst mér þetta kurteisleg áminning um það að gera ekki viðbrögðin verri og stórtækari heldur en tilefni er til,“ segir Páll. Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Páll birti fyrir skömmu segist hann ekki vilja gera lítið úr hættunni „sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla.“ „En fyrir alla muni hættið að tala um yfirvofandi hryðjuverkahættu, brynvarin ökutæki og sérsveitir til að passa stjórnmálamenn. Ekki fara á límingunum!“ skrifar Páll. Nú vil ég ekki gera lítið úr hættunni sem stafar af því að truflaður maður hleypur um með byssu og skýtur á hús og bíla....Posted by Páll Magnússon on Sunday, 31 January 2021 Í samtali við Vísi segist Páll ekki vera að vísa til orðræðu neinna sérstakra stjórnmálamanna eða annarra vegna málsins. „Mér hafa fundist viðbrögðin sums staðar og umtalið vera yfirdrifin á ýmsan hátt,“ segir Páll. Hann telji ekki að málið kalli á viðbrögð þar sem það er kallað ógn við lýðræðið eða að þetta sýni fram á einhverja hryðjuverkaógn. „Það hafa verið notuð um þessa viðburði orð af því tagi sem mér finnast einfaldlega ekki eiga við. Það hafa komið hér sameiginlegar yfirlýsingar frá stjórnmálaflokkum, ríkislögreglustjóri dreginn á flot í þessu og viðbrögðin verið með þeim hætti að við stæðum frammi fyrir einhverri ofboðslegri ógn. En það er ekki, þess vegna fannst mér þetta kurteisleg áminning um það að gera ekki viðbrögðin verri og stórtækari heldur en tilefni er til,“ segir Páll.
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26