Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:00 Mynd úr herferðinni Let it out eða öskurherferð Inspired by Iceland. Vísir/Íslandsstofa Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. Herferðin snerist um að hvetja tilvonandi ferðamenn til að losa um covid-tengda streitu með því að taka upp öskur gegnum síma eða tölvu og fylgjast með því hljóma í íslenskri náttúru gegnum vefmyndavél. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu er þegar byrjað að undirbúa herferð fyrir næsta sumar. Bandaríski fagmiðillinn Digiday veitir fyrirtækjum árlega verðlaun fyrir markaðsstarf og að þessu sinni fékk herferðin verðlaun fyrir hugmyndaauðgi og árangur. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir þetta mikla viðurkenningu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir þetta mikla viðurkenningu. „Herferðin gekk vonum framar í sumar og náði til gríðarlega margra og þjónaði sínu hlutverki sem var að vekja athygli á áfangastaðnum og viðhalda samtali meðan fólk gat ekki verið að ferðast. Það er mjög gaman að fá þessa viðurkenningu fyrir þá fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við að vekja athygli á Íslandi,“ segir Sigríður. Hún segir að markaðsstarf Íslandsstofu hafi verið í gangi í allan vetur. „Þessi herferð var fyrsti fasi í markaðsherferði Íslandsstofu, annar fasi var svo keyrður í desember og kallast Joy Scrolling og þessar markaðsherferðir hafa gengið út á að viðhalda áhuga á áfangastaðnum. Við erum svo að undirbúa herferð fyrir næsta sumar sem fer af stað þegar aðstæður leyfa,“ segir Sigríður sem vill ekki gefa upp um hvað sú herferð muni ganga út á. „Það er leyndarmál þar til hún fer í loftið,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Herferðin snerist um að hvetja tilvonandi ferðamenn til að losa um covid-tengda streitu með því að taka upp öskur gegnum síma eða tölvu og fylgjast með því hljóma í íslenskri náttúru gegnum vefmyndavél. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu er þegar byrjað að undirbúa herferð fyrir næsta sumar. Bandaríski fagmiðillinn Digiday veitir fyrirtækjum árlega verðlaun fyrir markaðsstarf og að þessu sinni fékk herferðin verðlaun fyrir hugmyndaauðgi og árangur. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir þetta mikla viðurkenningu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir þetta mikla viðurkenningu. „Herferðin gekk vonum framar í sumar og náði til gríðarlega margra og þjónaði sínu hlutverki sem var að vekja athygli á áfangastaðnum og viðhalda samtali meðan fólk gat ekki verið að ferðast. Það er mjög gaman að fá þessa viðurkenningu fyrir þá fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við að vekja athygli á Íslandi,“ segir Sigríður. Hún segir að markaðsstarf Íslandsstofu hafi verið í gangi í allan vetur. „Þessi herferð var fyrsti fasi í markaðsherferði Íslandsstofu, annar fasi var svo keyrður í desember og kallast Joy Scrolling og þessar markaðsherferðir hafa gengið út á að viðhalda áhuga á áfangastaðnum. Við erum svo að undirbúa herferð fyrir næsta sumar sem fer af stað þegar aðstæður leyfa,“ segir Sigríður sem vill ekki gefa upp um hvað sú herferð muni ganga út á. „Það er leyndarmál þar til hún fer í loftið,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira