Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2021 18:32 Loðnunni landað úr grænlenska skipinu Polar Amaroq á Eskifirði á laugardag. SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35
Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun