Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 19:21 Fjármálaráðherra segir það til marks um traust á Íslandi að lánadrottnar vilji að íslenska ríkið geymi mikla fjármuni fyrir þá vaxtalaust í sjö ár. vísir/vilhelm Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár. Til nokkurrar einföldunar má segja að ríkissjóður hafi eingöngu tekið erlend lán á undanförnum árum til að greiða niður eldri lán á betri kjörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú taki ríkissjóður hins vegar erlent lán upp á um 117 milljarða króna til að greiða niður halla ríkissjóðs vegna kórónuveirufaraldursins og hafi aldrei fengið betri kjör. „Það er einmitt þannig. Við höfum aldrei séð jafn hagstæð kjör fyrir íslenska ríkið. Við gáfum út 750 milljónir evra sem eru já rétt um 17 milljarðar króna. Við borgum enga vexti á þessum evrum í sjö ár. Þannig að það má eiginlega segja að markaðurinn sé að treysta Íslandi til að geyma peningana fyrir sig í sjö ár og bara passa upp á verðgildi þeirra. Það er ekki farið fram á vexti,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ætla að stoppa upp í gríðarlegt fjárlagagat með fjölþættum aðgerðum.Stöð 2/Arnar Og raunar bauðst ríkissjóði að fá um fjórfalt meira að láni en óskað var eftir með um 0,1 prósent ávöxtunarkröfu. Bjarni segir þetta ánægjulega niðurstöðu og styrki stjórnvöld í að beita fjölbreittum úrræðum við fjármögnun fjárlagahallans. Þessi skuldabréfaútgáfa auki trúðverðugleika stjórnvalda við mjög krefjandi aðstæður. „Við þurfum auðvitað að leggja fram trúverðuga áætlun fram í tímann um hvernig við ætlum að loka fjárlagagatinu og komast upp úr þessari holu sem við erum í. Við erum með alveg geigvænlegan halla í augnablikinu. En við trúum því að það sé rétta stefnan til að styðja við hagkerfið á erfiðum tímum og erum ánægð með að hafa getu til að veita þann stuðning,“ segir Bjarni. Bjartsýnn á sanngjarnt verð fyrir hluti í Íslandsbanka Ríkissjóður muni einnig taka lán innlands og selja eignir til að stoppa upp í fjárlagagatið. Þar munar mest um áform um sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „ Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Við vorum með miklu ríkari almenna þáttöku á hlutabréfamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Það hefur dregið mjög úr því að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka það hlutfall sparnaðar heimilanna sem fer beint inn í lífeyriskerfið,“ segir Bjarni Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06 Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Til nokkurrar einföldunar má segja að ríkissjóður hafi eingöngu tekið erlend lán á undanförnum árum til að greiða niður eldri lán á betri kjörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú taki ríkissjóður hins vegar erlent lán upp á um 117 milljarða króna til að greiða niður halla ríkissjóðs vegna kórónuveirufaraldursins og hafi aldrei fengið betri kjör. „Það er einmitt þannig. Við höfum aldrei séð jafn hagstæð kjör fyrir íslenska ríkið. Við gáfum út 750 milljónir evra sem eru já rétt um 17 milljarðar króna. Við borgum enga vexti á þessum evrum í sjö ár. Þannig að það má eiginlega segja að markaðurinn sé að treysta Íslandi til að geyma peningana fyrir sig í sjö ár og bara passa upp á verðgildi þeirra. Það er ekki farið fram á vexti,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ætla að stoppa upp í gríðarlegt fjárlagagat með fjölþættum aðgerðum.Stöð 2/Arnar Og raunar bauðst ríkissjóði að fá um fjórfalt meira að láni en óskað var eftir með um 0,1 prósent ávöxtunarkröfu. Bjarni segir þetta ánægjulega niðurstöðu og styrki stjórnvöld í að beita fjölbreittum úrræðum við fjármögnun fjárlagahallans. Þessi skuldabréfaútgáfa auki trúðverðugleika stjórnvalda við mjög krefjandi aðstæður. „Við þurfum auðvitað að leggja fram trúverðuga áætlun fram í tímann um hvernig við ætlum að loka fjárlagagatinu og komast upp úr þessari holu sem við erum í. Við erum með alveg geigvænlegan halla í augnablikinu. En við trúum því að það sé rétta stefnan til að styðja við hagkerfið á erfiðum tímum og erum ánægð með að hafa getu til að veita þann stuðning,“ segir Bjarni. Bjartsýnn á sanngjarnt verð fyrir hluti í Íslandsbanka Ríkissjóður muni einnig taka lán innlands og selja eignir til að stoppa upp í fjárlagagatið. Þar munar mest um áform um sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „ Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Við vorum með miklu ríkari almenna þáttöku á hlutabréfamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Það hefur dregið mjög úr því að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka það hlutfall sparnaðar heimilanna sem fer beint inn í lífeyriskerfið,“ segir Bjarni Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06 Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31
Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40