Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 19:21 Fjármálaráðherra segir það til marks um traust á Íslandi að lánadrottnar vilji að íslenska ríkið geymi mikla fjármuni fyrir þá vaxtalaust í sjö ár. vísir/vilhelm Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár. Til nokkurrar einföldunar má segja að ríkissjóður hafi eingöngu tekið erlend lán á undanförnum árum til að greiða niður eldri lán á betri kjörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú taki ríkissjóður hins vegar erlent lán upp á um 117 milljarða króna til að greiða niður halla ríkissjóðs vegna kórónuveirufaraldursins og hafi aldrei fengið betri kjör. „Það er einmitt þannig. Við höfum aldrei séð jafn hagstæð kjör fyrir íslenska ríkið. Við gáfum út 750 milljónir evra sem eru já rétt um 17 milljarðar króna. Við borgum enga vexti á þessum evrum í sjö ár. Þannig að það má eiginlega segja að markaðurinn sé að treysta Íslandi til að geyma peningana fyrir sig í sjö ár og bara passa upp á verðgildi þeirra. Það er ekki farið fram á vexti,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ætla að stoppa upp í gríðarlegt fjárlagagat með fjölþættum aðgerðum.Stöð 2/Arnar Og raunar bauðst ríkissjóði að fá um fjórfalt meira að láni en óskað var eftir með um 0,1 prósent ávöxtunarkröfu. Bjarni segir þetta ánægjulega niðurstöðu og styrki stjórnvöld í að beita fjölbreittum úrræðum við fjármögnun fjárlagahallans. Þessi skuldabréfaútgáfa auki trúðverðugleika stjórnvalda við mjög krefjandi aðstæður. „Við þurfum auðvitað að leggja fram trúverðuga áætlun fram í tímann um hvernig við ætlum að loka fjárlagagatinu og komast upp úr þessari holu sem við erum í. Við erum með alveg geigvænlegan halla í augnablikinu. En við trúum því að það sé rétta stefnan til að styðja við hagkerfið á erfiðum tímum og erum ánægð með að hafa getu til að veita þann stuðning,“ segir Bjarni. Bjartsýnn á sanngjarnt verð fyrir hluti í Íslandsbanka Ríkissjóður muni einnig taka lán innlands og selja eignir til að stoppa upp í fjárlagagatið. Þar munar mest um áform um sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „ Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Við vorum með miklu ríkari almenna þáttöku á hlutabréfamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Það hefur dregið mjög úr því að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka það hlutfall sparnaðar heimilanna sem fer beint inn í lífeyriskerfið,“ segir Bjarni Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06 Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Til nokkurrar einföldunar má segja að ríkissjóður hafi eingöngu tekið erlend lán á undanförnum árum til að greiða niður eldri lán á betri kjörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú taki ríkissjóður hins vegar erlent lán upp á um 117 milljarða króna til að greiða niður halla ríkissjóðs vegna kórónuveirufaraldursins og hafi aldrei fengið betri kjör. „Það er einmitt þannig. Við höfum aldrei séð jafn hagstæð kjör fyrir íslenska ríkið. Við gáfum út 750 milljónir evra sem eru já rétt um 17 milljarðar króna. Við borgum enga vexti á þessum evrum í sjö ár. Þannig að það má eiginlega segja að markaðurinn sé að treysta Íslandi til að geyma peningana fyrir sig í sjö ár og bara passa upp á verðgildi þeirra. Það er ekki farið fram á vexti,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ætla að stoppa upp í gríðarlegt fjárlagagat með fjölþættum aðgerðum.Stöð 2/Arnar Og raunar bauðst ríkissjóði að fá um fjórfalt meira að láni en óskað var eftir með um 0,1 prósent ávöxtunarkröfu. Bjarni segir þetta ánægjulega niðurstöðu og styrki stjórnvöld í að beita fjölbreittum úrræðum við fjármögnun fjárlagahallans. Þessi skuldabréfaútgáfa auki trúðverðugleika stjórnvalda við mjög krefjandi aðstæður. „Við þurfum auðvitað að leggja fram trúverðuga áætlun fram í tímann um hvernig við ætlum að loka fjárlagagatinu og komast upp úr þessari holu sem við erum í. Við erum með alveg geigvænlegan halla í augnablikinu. En við trúum því að það sé rétta stefnan til að styðja við hagkerfið á erfiðum tímum og erum ánægð með að hafa getu til að veita þann stuðning,“ segir Bjarni. Bjartsýnn á sanngjarnt verð fyrir hluti í Íslandsbanka Ríkissjóður muni einnig taka lán innlands og selja eignir til að stoppa upp í fjárlagagatið. Þar munar mest um áform um sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „ Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Við vorum með miklu ríkari almenna þáttöku á hlutabréfamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Það hefur dregið mjög úr því að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka það hlutfall sparnaðar heimilanna sem fer beint inn í lífeyriskerfið,“ segir Bjarni Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06 Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31
Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda