Ronaldo sá til þess að Juventus er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 22:15 Ronaldo var að venju allt í öllu hjá Juventus í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Juventus vann 2-1 útisigur á Inter Milan er liðin mættust í fyrri undanúrslitaleik Coppa Italia, ítalska bikarsins, í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus. Sjá má mörkin þrjú hér að neðan. Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira