Ronaldo sá til þess að Juventus er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 22:15 Ronaldo var að venju allt í öllu hjá Juventus í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Juventus vann 2-1 útisigur á Inter Milan er liðin mættust í fyrri undanúrslitaleik Coppa Italia, ítalska bikarsins, í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus. Sjá má mörkin þrjú hér að neðan. Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira
Undanúrslit Coppa Italia eru þannig að leiknir eru tveir leikir og fór fyrri leikur liðanna fram á San Siro – heimavelli Inter – í kvöld. Bæði lið stilltu upp ógnarsterkum liðum og ljóst að þeir Antonio Conte og Andrea Pirlo ætla sér báðir sigur í bikarkeppninni. Inter var þó án Romelu Lukaku í leiknum á meðan Gianlugi Buffon lék milli stanganna hjá Juventus. 1100 - Gianluigi #Buffon will play tonight his 1100th match among clubs and Italy. Infinity.#InterJuventus #CoppaItalia #InterJuve pic.twitter.com/fOHMcVCujj— OptaPaolo (@OptaPaolo) February 2, 2021 Það voru heimamenn sem fengu sannkallaða draumabyrjun á níundu mínútu er Argentínumaðurinn Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir sendingu Nicolo Barella. Mögulega hefði Buffon átt að gera betur í marki heimamanna. Rúmum fimmtán mínútum síðar braut Ashley Young hins vegar af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ronaldo – hver annar – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Aðeins tíu mínútum síðar kom Ronaldo Juventus yfir þegar hann las aðstæður fullkomlega. Stakk Portúgalinn sér inn í slaka sendingu Inter til baka og hirti boltann áður en hann skoraði úr þröngu færi og kom Juventus 2-1 yfir. Cristiano Ronaldo this season:22 goals23 gamesAnd just days away from his 36th birthday @brfootball pic.twitter.com/6X8daTPkGM— Bleacher Report (@BleacherReport) February 2, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum og því fer Juventus með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem verður leikinn þann 9. febrúar á Allianz-vellinum í Torino.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira