Sá besti í heimi er hættur í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 08:01 Mathew Fraser og Katrín Tanja Davíðsdóttir með Ben Bergeron eftir að þau unnu heimsmeistaratitilinn 2016. Fraser var þá að vinna í fyrsta sinn en hann hefur ekki misst af gullinu síðan. Instagram/@katrintanja Það er laust pláss á toppi CrossFit fjallsins í karlaflokki eftir að heimsmeistarinn Mathew Fraser tilkynnti að hann sé hættur í CrossFit. Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira