Vildu ekki fá gervigras á völlinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Margir íslenskir knattspyrnumenn hafa spilað með Brann í gegnum tíðina og hér má sjá bæði Ólaf Örn BJarnason og Birki Má Sævarsson. EPA/LAVANDEIRA JR Það er ekki auðvelt að halda við grasvelli í Bergen og því langskynsamlegast að skipta yfir í gervigras. Yfirmönnum norska fótboltafélagsins Brann tókst þó ekki að sannfæra sitt fólk. Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021 Norski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021
Norski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira