Yfirljósmóðir gagnrýnir lélegan tækjakost á landsbyggðinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:27 Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðir á Suðurlandi gagnrýnir lélegan tækjakost á fæðingardeildum á landsbyggðinni, ekki síst þegar um rafræna vistun gagna er að ræða þegar leita þarf sérfræðiálits hjá læknum á Landsspítalanum. Þá hái léleg tæki starfsemi fæðingardeildarinnar á Selfossi á hverjum degi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er rekin fæðingardeild þar sem nokkrar ljósmæður starfa. Þrátt fyrir að aðstaðan á deildin sé góð þá er ekki sömu sögu að segja um tækjakostinn og það á ekki bara við á Selfossi, heldur mjög víða á fæðingardeildum á landsbyggðinni eins og Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðirin hefur kynnt sér. „Já, víða vantar upp á tækjakostinn. Þá erum við að tala um tæki, sem eru að nema heilsufarsupplýsingar frá konum á meðgöngu. Við erum að tala um ómskoðunartæki og fóstursírita.“ Björk segir að það vanti líka víða búnað til að tengjast fóstursíritunum þannig að það sé hægt að vista þau gögn á öruggan hátt og flytja þau frá fæðingardeildum til sérfræðinga á Landsspítalanum, sem geti þá lesið út úr upplýsingunum komi eitthvað óvænt upp á eða að það þurfi að fá svör við einhverjum spurningum varðandi heilsu viðkomandi konu. „Það að geta sinnt þessari þjónustu í heimabyggð er augljóslega mikill kostur fyrir konuna, fjölskyldu hennar og tími, peningar, ferðalög og óþægindi, það þarf ekkert að ræða það frekar hvað það er mikill kostur í öllu samhengi og við erum að ræða að tæknin fari til kvenna en ekki konurnar til tækninnar,“ segir Björk. En er þetta glatað ástand eins og það er í dag? „Sums staðar er það það, algjörlega en á öðrum stöðum höfum við grunntækin en þurfum viðbótartæki til að nýta þau tæki, sem fyrir eru.“ Björk segir búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi há deildinni í daglegum störfum. „Já, við erum að að ráðfæra okkur við sérfræðilækna í gegnum bara orð. Við höfum takmörkuð tækifæri til að flytja upplýsingar til þeirra og við höfum ekki tæki, sem eru viðurkennd af persónuvernd að flytja þessi gögn og það er bara stórmál,“ segir Björk. Björk segir að búnaðarleysi fæðingardeildarinnar á Selfossi hái starfseminni alla daga þó aðbúnaður á deildinni sé góður. Hér er verðandi móðir í mæðravernd á deildinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Kvenfélagasamband Íslands er með söfnun í gangi vegna tækjabúnaðar, sem vantar til að tryggja betur heilsuöryggi kvenna um allt land í tengslum við fæðingar en söfnunin kallast „Gjöf til allra kvenna á Íslandi.“ Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 Kt: 710169-6759 Heimasíða söfnunarinnar má sjá hér
Árborg Heilbrigðismál Heilsa Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira