Snorri Steinn: Hann dró verulega úr okkur tennurnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2021 22:07 Valsmennirnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum. vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði að sínir menn hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir í tapinu fyrir Selfossi í kvöld. „Það vantaði smá gæði, skora úr færunum og meiri takt í sókninni,“ sagði Snorri. Þrátt fyrir sex marka tap hrósaði þjálfarinn sínum mönnum fyrir hugarfarið, þótt það hefði ekki fleytt þeim langt í kvöld. „Ég er auðvitað hundfúll að tapa leik og það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Við viljum ekki tapa með sex mörkum á heimavelli en ég ætla samt að hrósa þeim aðeins. Ég sá glitta í anda og neista hjá mínum mönnum og þeir börðumst allan leikinn og vildu þetta. En Selfoss var bara betri en við í dag. Hann [Vilius Rasima] varði töluvert í markinu,“ sagði Snorri. „Auðvitað áttum við augnablik þar sem við gátum látið leikinn snúast okkur í vil en við vorum ekki nógu góðir. Við vorum að elta allan leikinn og Selfoss vann verðskuldað.“ Umræddur Rasimas fór mikinn í marki Selfoss og varð 21 skot (48 prósent), mörg hver úr dauðafærum. Snorri segir að frammistaða hans hafi þó ekki verið eini munurinn á Selfoss og Val í kvöld. „Það er of mikil einföldun. Það eru margir í þessu Selfossliði sem eru góðir. Þeir spiluðu sterka vörn og voru þéttir. Við vorum í vandræðum með að leysa það og gerðum of mörg mistök. En klárlega dró hann verulega úr okkur tennurnar. Hann var með margar dúndurvörslur, sérstaklega á þessum kafla þar sem við vorum við það að snúa þessu okkur í hag,“ sagði Snorri. Valur hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Ef ég tapa einum leik hef ég áhyggjur, þannig að ef ég tapa tveimur hef ég líka áhyggjur,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. 3. febrúar 2021 21:39 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Það vantaði smá gæði, skora úr færunum og meiri takt í sókninni,“ sagði Snorri. Þrátt fyrir sex marka tap hrósaði þjálfarinn sínum mönnum fyrir hugarfarið, þótt það hefði ekki fleytt þeim langt í kvöld. „Ég er auðvitað hundfúll að tapa leik og það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Við viljum ekki tapa með sex mörkum á heimavelli en ég ætla samt að hrósa þeim aðeins. Ég sá glitta í anda og neista hjá mínum mönnum og þeir börðumst allan leikinn og vildu þetta. En Selfoss var bara betri en við í dag. Hann [Vilius Rasima] varði töluvert í markinu,“ sagði Snorri. „Auðvitað áttum við augnablik þar sem við gátum látið leikinn snúast okkur í vil en við vorum ekki nógu góðir. Við vorum að elta allan leikinn og Selfoss vann verðskuldað.“ Umræddur Rasimas fór mikinn í marki Selfoss og varð 21 skot (48 prósent), mörg hver úr dauðafærum. Snorri segir að frammistaða hans hafi þó ekki verið eini munurinn á Selfoss og Val í kvöld. „Það er of mikil einföldun. Það eru margir í þessu Selfossliði sem eru góðir. Þeir spiluðu sterka vörn og voru þéttir. Við vorum í vandræðum með að leysa það og gerðum of mörg mistök. En klárlega dró hann verulega úr okkur tennurnar. Hann var með margar dúndurvörslur, sérstaklega á þessum kafla þar sem við vorum við það að snúa þessu okkur í hag,“ sagði Snorri. Valur hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Ef ég tapa einum leik hef ég áhyggjur, þannig að ef ég tapa tveimur hef ég líka áhyggjur,“ sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. 3. febrúar 2021 21:39 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Selfoss 24-30 | Rasimas rosalegur í sigri Selfyssinga á Hlíðarenda Selfoss vann öruggan sex marka sigur á Val, 24-30, í fyrsta leik sínum í Olís-deild karla í 125 daga. 3. febrúar 2021 21:39