Rifbeinsbrotnaði í öðrum leiknum eftir endurkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Stella Sigurðardóttir verður frá næstu vikurnar vegna rifbeinsbrots. vísir/hulda margrét Stella Sigurðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar þar sem hún er rifbeinsbrotin. Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita