Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:06 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. vísir/vilhelm Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur. Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur.
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira