Síldarvinnslan undirbýr skráningu í Kauphöll Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2021 12:42 Gunnar Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu. Verður Síldarvinnslan þar með annað útgerðarfyrirtækið sem skráð verður í Kauphöll Íslands en Brim var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2014. Greint er frá fyrirætlunum Síldarvinnslunnar á vef fyrirtækisins en þar segir að LEX lögmannsstofa og endurskoðendafyrirtækið EY muni sjá um gerð áreiðanleikakannana. Stefnt er að skráningu á fyrri helmingi þessa árs en að sögn forsvarsmanna er félagið stærsti framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi. Samherji er stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar með 44,6% eignarhlut. Ætli að fjölga tækifærum fjárfesta Gunnar Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir stjórnendur með þessu vilja efla fyrirtækið og opna það fyrir fjárfestum. „Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og er Síldarvinnslan meðal stærstu og öflugustu sjávarútvegsfélaga landsins. Með skráningu félagsins á markað fjölgar tækifærum fjárfesta til að koma að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er framsækin atvinnugrein þar sem stöðugt er unnið að aukinni verðmætasköpun auðlindarinnar samhliða áskorunum í að draga úr kolefnisspori og umhverfisáhrifum greinarinnar,“ segir hann í tilkynningu. Þá kemur fram að stjórn Síldarvinnslunnar telji félagið vel til þess fallið að vera skráð á markað hvað varðar stærð. Síldarvinnslan var stofnuð árið 1957 og eru höfuðstöðvar félagsins í Neskaupstað. Í dag starfa um 360 manns hjá félaginu. Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Vinnslan hefst á ný á Seyðisfirði Vinnsla hófst á ný í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember síðastliðinn. 13. janúar 2021 12:05 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09 Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. 3. september 2020 16:21 Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Verður Síldarvinnslan þar með annað útgerðarfyrirtækið sem skráð verður í Kauphöll Íslands en Brim var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2014. Greint er frá fyrirætlunum Síldarvinnslunnar á vef fyrirtækisins en þar segir að LEX lögmannsstofa og endurskoðendafyrirtækið EY muni sjá um gerð áreiðanleikakannana. Stefnt er að skráningu á fyrri helmingi þessa árs en að sögn forsvarsmanna er félagið stærsti framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi. Samherji er stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar með 44,6% eignarhlut. Ætli að fjölga tækifærum fjárfesta Gunnar Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir stjórnendur með þessu vilja efla fyrirtækið og opna það fyrir fjárfestum. „Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og er Síldarvinnslan meðal stærstu og öflugustu sjávarútvegsfélaga landsins. Með skráningu félagsins á markað fjölgar tækifærum fjárfesta til að koma að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er framsækin atvinnugrein þar sem stöðugt er unnið að aukinni verðmætasköpun auðlindarinnar samhliða áskorunum í að draga úr kolefnisspori og umhverfisáhrifum greinarinnar,“ segir hann í tilkynningu. Þá kemur fram að stjórn Síldarvinnslunnar telji félagið vel til þess fallið að vera skráð á markað hvað varðar stærð. Síldarvinnslan var stofnuð árið 1957 og eru höfuðstöðvar félagsins í Neskaupstað. Í dag starfa um 360 manns hjá félaginu.
Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Vinnslan hefst á ný á Seyðisfirði Vinnsla hófst á ný í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember síðastliðinn. 13. janúar 2021 12:05 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09 Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. 3. september 2020 16:21 Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32
Vinnslan hefst á ný á Seyðisfirði Vinnsla hófst á ný í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember síðastliðinn. 13. janúar 2021 12:05
Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09
Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði. 3. september 2020 16:21
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00