Gjörólíkir öskudagar í Kringlunni og Smáralind Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 13:38 Frá Öskudeginum í Smáralind á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira