Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Gunnar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2021 21:21 Viðar Örn Hafsteinsson segir Hött aldrei hafa verið með betra lið. vísir/ernir Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. „Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum