Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Gunnar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2021 21:21 Viðar Örn Hafsteinsson segir Hött aldrei hafa verið með betra lið. vísir/ernir Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. „Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira