Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Gunnar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2021 21:21 Viðar Örn Hafsteinsson segir Hött aldrei hafa verið með betra lið. vísir/ernir Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. „Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira