Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:14 Margrét Lillý sagði frá átakanlegri barnæsku sinni í þættinum Kompás fyrir rúmu ári síðan. Þar segir hún Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér. vísir/vilhelm Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar. Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar.
Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira