„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 17:00 Hér má sjá var ferðamaðurinn lagði húsbílnum og vettvang árásarinnar. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn. Vogar Dómsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn.
Vogar Dómsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira