Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2021 10:00 Haukar eru með vindinn í fangið þessa dagana. vísir/vilhelm Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. „Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum