Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2021 19:28 Ekki verða neinir áhorfendur á leikjum á Íslandi til 8. mars hið minnsta. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01