Leikar í skugga Covid Gústaf Adólf Hjaltason skrifar 6. febrúar 2021 13:01 Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Í haust leit ekki vel út með leikana og voru margir á því að það væri óábyrgt að halda leikana. Þegar ákvörðun var tekin að halda leikana þá var aðallega hlustað á þá sem þetta allt snýst um sjálfa íþróttamennina sem ólmir vildu fá á að keppa. Í flest öllum greinum hefur ekki verið haldin keppni í fullorðinsflokki í heilt ár. Afreksíþróttafólk eins og Júlían Jóhann, og Annie Mist hafa stigið fram og fagnað þessari ákvörðun. Framkvæmdaráð leikanna vill bæði þakka borgaryfirvöldum og samstarfsaðilum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt verkefninu. Einnig fá mótshaldarar (sérsambönd og félög) með öllum sínum fjölda sjálfboðaliða mikið hrós fyrir dugnað og fagmennsku við skipulagningu og mótshald. Það getur verið mjög snúið að skipuleggja mót þar sem að sóttvarnareglum er fylgt. Lítið dæmi úr sundinu: ef allar stöður eru mannaðar á alþjóðlegu móti eru 50 starfsmenn í hverjum hluta sem þýðir að ekki er pláss fyrir keppendur. Þess vegna varð að skera eins mikið niður af starfsfólki, dómurum og fleirum, og hægt var til að mótið uppfyllti kröfur um alþjóðlegt mót. Þar að leiðandi varð að sleppa útsendingu hjá RÚV þar sem að því fylgir fjöldi starfsmanna sem ekki komast fyrir innan sóttvarnartakmarkanna. Ekki var hægt að halda hjólasprett á Skólavörðustíg vegna Covid reglna. Taekwondo, skotfimi og afreksmót í badminton fóru ekki heldur fram í ár. Þar að leiðandi skapaðist tækifæri fyrir nýjar greinar í sjónvarpi en í fyrsta sinn var bein útsending á RÚV frá klifri og pílukasti. Það vakti mikla athygli enda greinar sem ekki hefur verið mikið sýnt frá í sjónvarpi. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2008 með þátttöku sjö einstaklingsgreina og hafa verið í örum vexti undanfarin ár. Í upphafi voru leikarnir á einni helgi en núna spanna þeir um 10 daga. Síðustu ár hafa mótshlutarnir verið rúmlega 20 talsins. Hugmyndafræði leikanna hefur verið að minnka ferðir okkar afreksfólks erlendis en fá keppni við hæfi hér á landi þar sem aðstaða til keppni er orðin í mörgum greinum á heimsmælikvarða. Þetta hefur tekist afar vel og við höfum fengið marga heimsklassa íþróttamenn til keppni. Keppendur á mótinu eru flestir Íslendingar en nokkrir erlendir einstaklingar sem búsettir eru hér eða eru staddir hér vegna vinnu, taka þátt í mótinu. Þetta er svipaður fjöldi innlendra keppenda og hefur verið undanfarin ár en í eðlilegu ári bætast svo við tæplega 1.000 erlendir gestir. Í tengslum við leikana hefur verið boðið upp á málstofur fyrir íslenska keppendur þar sem þeim hefur verið kennt margt sem snýr að þeim sem keppendum. Að ógleymdri ráðstefnunni sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún verið haldin í samvinnu við HR, ÍSÍ og UMFÍ um málefni sem snúa að íþróttamanninum og íþróttahreyfingunni í heild. Höfundur er forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar