Hjálpið okkur frekar en að smána Phoenix Ramos Proppé skrifar 6. febrúar 2021 13:30 Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00 Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi
Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00
Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun