Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 22:32 Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba, bindur miklar vonir við nýja staðsetningu veitingastaðarins. Vísir Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni. „Staðurinn átti að opna snemma árs 2020 en ég gat ekki opnað vegna covid. Enginn gat unnið og framkvæmdirnar voru erfiðar. Þess vegna vorum við nokkrum mánuðum seinni á ferðinni,“ segir Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba, í samtali við Vísi, en hann rekur einnig staði undir nafni keðjunnar í Hamraborg og í Kringlunni. „Ég er himinlifandi með nýja staðinn og ég held að fólk kunni að meta hann líka. Gamli staðurinn var öðruvísi en í gær fengum við góðar viðtökur og fólk lýsti ánægju sinni með að við værum komin aftur í miðbæinn. Viðskiptavinur sagði við mig að við höfum breytt staðnum úr helvíti í paradís, að þetta liti miklu betur út og þeim þótti jákvætt að það væri komin önnur starfsemi í húsið frá því sem áður var,“ segir Yaman. Fyrir var í húsinu skemmtistaðurinn Shooters sem lokað var fyrir fullt og allt haustið 2019. Shooters kom nokkrum sinnum fyrir í fréttum, meðal annars þegar lögregla innsiglaði staðinn um tíma í febrúar 2019 í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmikilli brotastarfsemi. Þá greindi Stundin frá því árið 2015 að staðurinn hafi verið til skoðunar vegna meintrar vændisstarfsemi. Þar áður hafa hinir og þessir rekstraraðilar reynt að hreiðra um sig í húsnæðinu, sem hafa verið misjafnlega langlífir. Svona leit húsnæðið út snemma árs 2020. Rekstraraðilar Ali Baba freista þess nú að gefa húsinu við Austurstræti 12 nýja sögu.Vísir/Kolbeinn Tumi Eftir að Shooters var lokað kom fasteignafélagið Reitir áberandi skilaboðum fyrir í gluggum og fyrir inngangi húsnæðisins. „Þetta hús vantar nýja sögu. Ný saga í smíðum,“ sagði stórum stöfum. Og nú, um það bil ári síðar, hefur staðurinn fengið heilmikla yfirhalningu og kveðst Yaman ánægður með afraksturinn. „Það voru margir sem söknuðu okkar. Örugglega svona um áttatíu prósent af þeim sem komu í gær voru fastakúnnar sem komu reglulega til okkar á gamla staðinn í Veltusundi. Þau voru glöð að fá okkur aftur,“ segir Yaman en hann telur nýju staðsetninguna vera betri en þá fyrri í Miðbænum. Svona lítur nýi staðurinn út að innan.aðsend mynd Aðspurður segir Yaman reksturinn ganga upp þrátt fyrir erfiðleika af völdum áhrifa kórónuveirufaraldursins, en staðurinn opnaði um sex-sjö mánuðum á eftir áætlun. „Allir voru að bíða, svo það er ekki mér eða neinum öðrum að kenna en það voru reglur um hversu margir mættu vera við vinnu í framkvæmdunum,“ segir Yaman. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur niður í bæ. Ég opnað Ali Baba fyrst í miðbænum 2009 þannig það eru margir sem eru kátir,“ bætir hann við. Hann hafi meira að segja fengið skilaboð og hamingjuóskir frá fastakúnnum sem búi í útlöndum en komi reglulega til Íslands. Nýr staður Ali Baba en sami matseðill.aðsend mynd Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira
„Staðurinn átti að opna snemma árs 2020 en ég gat ekki opnað vegna covid. Enginn gat unnið og framkvæmdirnar voru erfiðar. Þess vegna vorum við nokkrum mánuðum seinni á ferðinni,“ segir Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba, í samtali við Vísi, en hann rekur einnig staði undir nafni keðjunnar í Hamraborg og í Kringlunni. „Ég er himinlifandi með nýja staðinn og ég held að fólk kunni að meta hann líka. Gamli staðurinn var öðruvísi en í gær fengum við góðar viðtökur og fólk lýsti ánægju sinni með að við værum komin aftur í miðbæinn. Viðskiptavinur sagði við mig að við höfum breytt staðnum úr helvíti í paradís, að þetta liti miklu betur út og þeim þótti jákvætt að það væri komin önnur starfsemi í húsið frá því sem áður var,“ segir Yaman. Fyrir var í húsinu skemmtistaðurinn Shooters sem lokað var fyrir fullt og allt haustið 2019. Shooters kom nokkrum sinnum fyrir í fréttum, meðal annars þegar lögregla innsiglaði staðinn um tíma í febrúar 2019 í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmikilli brotastarfsemi. Þá greindi Stundin frá því árið 2015 að staðurinn hafi verið til skoðunar vegna meintrar vændisstarfsemi. Þar áður hafa hinir og þessir rekstraraðilar reynt að hreiðra um sig í húsnæðinu, sem hafa verið misjafnlega langlífir. Svona leit húsnæðið út snemma árs 2020. Rekstraraðilar Ali Baba freista þess nú að gefa húsinu við Austurstræti 12 nýja sögu.Vísir/Kolbeinn Tumi Eftir að Shooters var lokað kom fasteignafélagið Reitir áberandi skilaboðum fyrir í gluggum og fyrir inngangi húsnæðisins. „Þetta hús vantar nýja sögu. Ný saga í smíðum,“ sagði stórum stöfum. Og nú, um það bil ári síðar, hefur staðurinn fengið heilmikla yfirhalningu og kveðst Yaman ánægður með afraksturinn. „Það voru margir sem söknuðu okkar. Örugglega svona um áttatíu prósent af þeim sem komu í gær voru fastakúnnar sem komu reglulega til okkar á gamla staðinn í Veltusundi. Þau voru glöð að fá okkur aftur,“ segir Yaman en hann telur nýju staðsetninguna vera betri en þá fyrri í Miðbænum. Svona lítur nýi staðurinn út að innan.aðsend mynd Aðspurður segir Yaman reksturinn ganga upp þrátt fyrir erfiðleika af völdum áhrifa kórónuveirufaraldursins, en staðurinn opnaði um sex-sjö mánuðum á eftir áætlun. „Allir voru að bíða, svo það er ekki mér eða neinum öðrum að kenna en það voru reglur um hversu margir mættu vera við vinnu í framkvæmdunum,“ segir Yaman. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur niður í bæ. Ég opnað Ali Baba fyrst í miðbænum 2009 þannig það eru margir sem eru kátir,“ bætir hann við. Hann hafi meira að segja fengið skilaboð og hamingjuóskir frá fastakúnnum sem búi í útlöndum en komi reglulega til Íslands. Nýr staður Ali Baba en sami matseðill.aðsend mynd
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira