Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2021 19:28 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum. Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
„Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum.
Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga