Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 04:13 Tom Brady heldur á dóttur sinni Vivian Lake Brady á verðlaunapallinum en hann hefur orðið fjórum sinnum meistari síðan að hún fæddist þegar hann var 35 ára gamall. AP/Gregory Bull Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. „Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
„Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti