Sport

Brady unnið fleiri titla en öll félögin í NFL

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tom Brady heldur áfram að skrifa NFL-söguna þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára.
Tom Brady heldur áfram að skrifa NFL-söguna þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára. getty/Ben Liebenberg

Tom Brady vann sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt þegar Tampa Bay Buccaneers sigraði Kansas City Chiefs, 31-9, á heimavelli sínum í Flórída.

Hinn 43 ára Brady varð því meistari á sínu fyrsta tímabili með Tampa Bay eftir komuna frá New England Patriots þar sem hann hafði leikið allan sinn feril í NFL.

Eins og áður sagði hefur Brady unnið sjö Super Bowl titla á ferlinum, fleiri en nokkurt annað félag í sögu NFL.

New England og Pittsburgh Steelers eru sigursælustu félögin í sögu NFL með sex titla hvort, einum færri en Brady.

New England vann alla sex titlana sína undir styrkri stjórn Bradys. Sá síðasti kom í hús 2018.

Tampa Bay hefur nú tvisvar sinnum unnið Super Bowl en liðið varð einnig meistari tímabilið 2002 eftir sigur á Oakland Raiders, 48-21.

Brady var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í nótt en þetta er í fimmta sinn sem hann fær þá viðurkenningu, oftar en nokkur annar.

Þrátt fyrir að verða 44 ára í ágúst ætlar Brady að halda áfram að spila en hann tilkynnti það á verðlaunapallinum eftir leikinn í nótt.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×