Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2021 18:45 Kim Kielsen á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík sumarið 2019. Á sama tíma var Donald Trump Bandaríkjaforseti að óska eftir því að fá að kaupa Grænland. Egill Aðalsteinsson Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. Kim Kielsen forsætisráðherra lýsti því hins vegar yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn. Það yrði að vera ákvörðun þingsins hvort kosið yrði að nýju, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Vittus Qujaukitsoq, formaður Nunatta Qitornai, hins flokksins sem eftir situr í stjórninni, kvaðst þó búast við nýjum kosningum innan fárra vikna. Það flækir enn stöðuna að Erik Jensen, sem í nóvember felldi Kim Kielsen úr formannssæti Siumut-flokksins, er sjálfur byrjaður viðræður við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Inuit Ataqatigiit, eða IA, um myndun nýrrar stjórnar, eftir að hafa mistekist að ná forsætisráðherrastólnum af Kim Kielsen. Siumut-flokkurinn er þannig klofinn í herðar niður vegna átaka þeirra Kims Kielsens og Eriks Jensens en innanflokksátök Siumut-flokksins er ein af ástæðunum sem formaður Demokraterne nefndi fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, að því er KNR greinir frá. Hann nefndi einnig þá óvissu sem komin væri upp um námavinnslu við bæinn Narsaq vegna ágreinings innan Siumut-flokksins. Þar er áformað að vinna úran, zink og fjölda sjaldgæfra málma. Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Kim Kielsen forsætisráðherra lýsti því hins vegar yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn. Það yrði að vera ákvörðun þingsins hvort kosið yrði að nýju, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Vittus Qujaukitsoq, formaður Nunatta Qitornai, hins flokksins sem eftir situr í stjórninni, kvaðst þó búast við nýjum kosningum innan fárra vikna. Það flækir enn stöðuna að Erik Jensen, sem í nóvember felldi Kim Kielsen úr formannssæti Siumut-flokksins, er sjálfur byrjaður viðræður við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Inuit Ataqatigiit, eða IA, um myndun nýrrar stjórnar, eftir að hafa mistekist að ná forsætisráðherrastólnum af Kim Kielsen. Siumut-flokkurinn er þannig klofinn í herðar niður vegna átaka þeirra Kims Kielsens og Eriks Jensens en innanflokksátök Siumut-flokksins er ein af ástæðunum sem formaður Demokraterne nefndi fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, að því er KNR greinir frá. Hann nefndi einnig þá óvissu sem komin væri upp um námavinnslu við bæinn Narsaq vegna ágreinings innan Siumut-flokksins. Þar er áformað að vinna úran, zink og fjölda sjaldgæfra málma.
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00
Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10