Virknin gegn suður-afríska afbrigðinu aðeins tíu prósent Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 21:48 Bóluefni AstraZeneca. Getty/Karwai Tang Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31