Fjallið útlokar ekki að berjast við Tyson Fury ef hann rotar Eddie Hall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:31 Hafþór Júlíus Björnson varð faðir á dögunum og hér sést hann með strákinn sinn sem heitir Stormur Magni Hafþórsson. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur það mikla trúa á sér í hringnum á móti Eddie Hall í Las Vegas í haust að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næsta bardaga á eftir þessum sem bíður hans í september. Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Aflraunir Box Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Aflraunir Box Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira