Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 07:00 Óhætt er að segja að Davíð Kristinsson sé í mörgum hlutverkum á Seyðisfirði. Vísir/Egill „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels