Ungur ekkill og fjögur börn fá 35 milljónir í bætur vegna læknamistaka Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 15:00 Konan fór í skoðun til læknisins vegna kviðverkja og einkenna í kvenlíffærum í mars 2015. Talið er að æxli í leghálsi hennar hafi þá þegar verið til staðar. Hún greindist ekki með krabbamein fyrr en níu mánuðum síðar og lést í mars 2017. Vísir/Egill Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær kvensjúkdómalækni og tryggingafélagið VÍS til að greiða manni og fjórum börnum hans rúmar 35 milljónir króna í bætur vegna læknamistaka. Eiginkona mannsins og móðir barnanna lést úr leghálskrabbameini árið 2017 en dómurinn taldi lækninn hafa sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ við eftirfylgni á konunni, sem kom til skoðunar hjá lækninum í mars 2015 en greindist ekki með krabbamein fyrr en níu mánuðum síðar. Eiginmaður konunnar höfðaði málið á hendur VÍS og lækninum, fyrir sína hönd og barna þeirra. Fjölskyldan krafðist alls tæpra fjörutíu milljóna króna í bætur. Greindi konuna með blöðru á leghálsi Málið er rakið ítarlega í dómi héraðsdóms, sem féll í gær og birtur var á vef dómstólanna samdægurs. Konan fór í leghálsskoðun til læknisins 12. mars 2015 og lést úr leghálskrabbameini tveimur árum síðar, nánast upp á dag, 11. mars 2017. Fram kemur í dómi að áður en konan leitaði til læknisins hafi hún í tvígang vikurnar á undan leitað á heilsugæslu vegna kviðverkja og óþæginda frá kvenlíffærum. Eftir seinni heimsóknina var henni vísað til læknisins, sem málið var svo síðar höfðað gegn, til frekari skoðunar – og læknirinn sérstaklega beðinn um að athuga hvort mögulega væri æxli í leghálsi hennar. Læknirinn tók frumusýni úr konunni og staðfesti að um væri að ræða blöðru á leghálsi, ótengda krabbameinum. Greining á frumsýninu hjá Krabbameinsfélaginu sýndi ekki vísbendingar um frumubreytingar en þar sáust þó blóð og bólgubreytingar, auk þess sem teikn voru um mögulegt HPV-veirusmit. Læknirinn sagði fyrir dómi að hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um HPV-smit. Engin frekari meðferð eða eftirfylgni var ráðgerð af hálfu læknisins og ekki bókað um ráðleggingar til annars læknis konunnar. Dómurinn í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, 9. febrúar.Vísir/vilhelm Æxlið orðið sjö sentímetrar Konan leitaði á ný læknisaðstoðar í byrjun desember 2015 vegna versnandi einkenna. Eftir skoðun sérfræðings í kvensjúkdómum greindist konan með krabbamein, um sjö sentímetra stórt æxli á leghálsi. Í janúar 2016 bókuðu læknar að það hljómaði ósennilegt að svo stórt æxli hefði vaxið svo hratt innan við ári frá síðustu skoðun. Æxlið var jafnframt ekki metið skurðartækt og konan send í geisla- og lyfjameðferð. Meðferðinni lauk í mars 2016 en meinið tók sig aftur upp um sumarið. Lyfjameðferð var hafin að nýju en hætt í nóvember. Konan lést svo 11. mars 2017 eftir líknandi meðferð. „Utan ramma góðrar læknisfræði“ Landlæknir komst að þeirri niðurstöðu í janúar 2017 að læknirinn hefði vanrækt læknisskyldur sínar þegar konan leitaði til hans í mars 2015. Landlæknir taldi að æxlið hefði líklega verið til staðar strax við þá skoðun. Jafnframt hefði lítið verið tekið á öðrum einkennum konunnar. Skortur á eftirliti læknisins hefði fallið „utan ramma góðrar læknisfræði“ og falið í sér vanrækslu af hans hálfu. Eftir andlátið gerði fjölskyldan kröfu í starfsábyrgðartryggingu sem einkahlutafélag læknisins hafði keypt hjá VÍS. VÍS hafnaði bótaskyldu í september 2018 en úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan ætti rétt á bótum. VÍS undi ekki úrskurðinum og stefnendur höfðuðu því mál gegn félaginu. Stóð eftir sem ungur ekkill með fjögur börn Fjölskyldan byggði mál sitt gegn lækninum og VÍS að æxlið hefði að öllum líkindum verið til staðar við skoðun hjá lækninum í mars 2015 en farið fram hjá honum. Þá hefði ekki verið gert ráð fyrir neinni eftirfylgni og ekki nema hluta einkenna konunnar verið veitt athygli. Hún hefði fengið þau svör hjá lækninum að „ekkert alvarlegt væri að og hún þyrfti ekki að hafa frekari áhyggjur“. Þessu mótmælti læknirinn þó fyrir dómi. Málið var höfðað gegn Vátryggingafélag Íslands, VÍS, og lækninum, sem greiða þurfa samtals 35,4 milljónir í bætur.Vísir/vilhelm Jafnframt hefði læknirinn verið upplýstur um að konan hefði glímt við félagslega erfiðleika og ástæða til að halda vel utan um mál hennar. Ef læknirinn hefði staðið betur að skoðun í mars 2015 hefði krabbameinið greinst fyrr og batahorfur verið betri. Faðirinn hefði auk þess orðið fyrir mikilli andlegri röskun við andlát konu sinnar, enda hefði hann staðið eftir sem ungur ekkill með fjögur móðurlaus börn. VÍS og læknirinn töldu að ekki væri sannað að fjölskyldan ætti rétt á bótum. Þá væri ósannað með öllu að læknirinn hefði sýnt af sér saknæma háttsemi, auk þess sem hann hefði ekki staðið rangt að skoðuninni, bæði er varðaði greiningu og eftirfylgni. „Stórfellt gáleysi“ læknisins leitt til andlátsins Dómurinn benti á að allir hlutaðeigandi í málinu hefðu verið sammála um að krabbameinið hefði verið til staðar við rannsóknina í mars 2015; sérfræðingar sem greindu krabbameinið, rannsóknarmenn Landlæknis, álitsgjafi á vegum VÍS og dómskvaddur matsmaður væru á einu máli í þeim efnum. Dómurinn taldi hins vegar ekki sannað að læknirinn hefði gerst sekur um saknæma háttsemi við skoðunina sjálfa, svo varði skaðabótaábyrgð. Þegar litið væri til skorts á eftirfylgni horfði hins vegar öðruvísi við. Þar sem læknirinn aðhafðist ekkert til að fylgja konunni eftir, og lét henni enga ráðgjöf í té, lægi fyrir vanræksla af hans hálfu. Leiða mætti jafnframt að því líkum að líklegra hefði verið að krabbameinsmeðferð hefði borið árangur, hefði æxlið greinst fyrr en raunin varð. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að bæði læknirinn og VÍS verði dæmd til að greiða fjölskyldunni bætur fyrir missi framfæranda eins og krafist var. Þá taldi dómurinn að læknirinn hefði „með stórfelldu gáleysi“ gert mistök sem leiddu til andláts konunnar. Honum skyldi því gert að greiða föðurnum og börnunum fjórum 2,2 milljónir króna í miskabætur hverju fyrir sig. Faðirinn fékk alls 13,3 milljónir í sinn hlut og börnin eftirfarandi bætur hvert um sig; 3,9 milljónir, 4,9 milljónir, 6,2 milljónir og 7,1 milljón. Samtals voru fjölskyldunni þannig dæmdar 35,4 milljónir í bætur. Þá var VÍS og lækninum gert að greiða 2,6 milljónir í málskostnað. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni VÍS og læknisins hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun dómsins. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Eiginmaður konunnar höfðaði málið á hendur VÍS og lækninum, fyrir sína hönd og barna þeirra. Fjölskyldan krafðist alls tæpra fjörutíu milljóna króna í bætur. Greindi konuna með blöðru á leghálsi Málið er rakið ítarlega í dómi héraðsdóms, sem féll í gær og birtur var á vef dómstólanna samdægurs. Konan fór í leghálsskoðun til læknisins 12. mars 2015 og lést úr leghálskrabbameini tveimur árum síðar, nánast upp á dag, 11. mars 2017. Fram kemur í dómi að áður en konan leitaði til læknisins hafi hún í tvígang vikurnar á undan leitað á heilsugæslu vegna kviðverkja og óþæginda frá kvenlíffærum. Eftir seinni heimsóknina var henni vísað til læknisins, sem málið var svo síðar höfðað gegn, til frekari skoðunar – og læknirinn sérstaklega beðinn um að athuga hvort mögulega væri æxli í leghálsi hennar. Læknirinn tók frumusýni úr konunni og staðfesti að um væri að ræða blöðru á leghálsi, ótengda krabbameinum. Greining á frumsýninu hjá Krabbameinsfélaginu sýndi ekki vísbendingar um frumubreytingar en þar sáust þó blóð og bólgubreytingar, auk þess sem teikn voru um mögulegt HPV-veirusmit. Læknirinn sagði fyrir dómi að hann kannaðist ekki við að hafa fengið upplýsingar um HPV-smit. Engin frekari meðferð eða eftirfylgni var ráðgerð af hálfu læknisins og ekki bókað um ráðleggingar til annars læknis konunnar. Dómurinn í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, 9. febrúar.Vísir/vilhelm Æxlið orðið sjö sentímetrar Konan leitaði á ný læknisaðstoðar í byrjun desember 2015 vegna versnandi einkenna. Eftir skoðun sérfræðings í kvensjúkdómum greindist konan með krabbamein, um sjö sentímetra stórt æxli á leghálsi. Í janúar 2016 bókuðu læknar að það hljómaði ósennilegt að svo stórt æxli hefði vaxið svo hratt innan við ári frá síðustu skoðun. Æxlið var jafnframt ekki metið skurðartækt og konan send í geisla- og lyfjameðferð. Meðferðinni lauk í mars 2016 en meinið tók sig aftur upp um sumarið. Lyfjameðferð var hafin að nýju en hætt í nóvember. Konan lést svo 11. mars 2017 eftir líknandi meðferð. „Utan ramma góðrar læknisfræði“ Landlæknir komst að þeirri niðurstöðu í janúar 2017 að læknirinn hefði vanrækt læknisskyldur sínar þegar konan leitaði til hans í mars 2015. Landlæknir taldi að æxlið hefði líklega verið til staðar strax við þá skoðun. Jafnframt hefði lítið verið tekið á öðrum einkennum konunnar. Skortur á eftirliti læknisins hefði fallið „utan ramma góðrar læknisfræði“ og falið í sér vanrækslu af hans hálfu. Eftir andlátið gerði fjölskyldan kröfu í starfsábyrgðartryggingu sem einkahlutafélag læknisins hafði keypt hjá VÍS. VÍS hafnaði bótaskyldu í september 2018 en úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan ætti rétt á bótum. VÍS undi ekki úrskurðinum og stefnendur höfðuðu því mál gegn félaginu. Stóð eftir sem ungur ekkill með fjögur börn Fjölskyldan byggði mál sitt gegn lækninum og VÍS að æxlið hefði að öllum líkindum verið til staðar við skoðun hjá lækninum í mars 2015 en farið fram hjá honum. Þá hefði ekki verið gert ráð fyrir neinni eftirfylgni og ekki nema hluta einkenna konunnar verið veitt athygli. Hún hefði fengið þau svör hjá lækninum að „ekkert alvarlegt væri að og hún þyrfti ekki að hafa frekari áhyggjur“. Þessu mótmælti læknirinn þó fyrir dómi. Málið var höfðað gegn Vátryggingafélag Íslands, VÍS, og lækninum, sem greiða þurfa samtals 35,4 milljónir í bætur.Vísir/vilhelm Jafnframt hefði læknirinn verið upplýstur um að konan hefði glímt við félagslega erfiðleika og ástæða til að halda vel utan um mál hennar. Ef læknirinn hefði staðið betur að skoðun í mars 2015 hefði krabbameinið greinst fyrr og batahorfur verið betri. Faðirinn hefði auk þess orðið fyrir mikilli andlegri röskun við andlát konu sinnar, enda hefði hann staðið eftir sem ungur ekkill með fjögur móðurlaus börn. VÍS og læknirinn töldu að ekki væri sannað að fjölskyldan ætti rétt á bótum. Þá væri ósannað með öllu að læknirinn hefði sýnt af sér saknæma háttsemi, auk þess sem hann hefði ekki staðið rangt að skoðuninni, bæði er varðaði greiningu og eftirfylgni. „Stórfellt gáleysi“ læknisins leitt til andlátsins Dómurinn benti á að allir hlutaðeigandi í málinu hefðu verið sammála um að krabbameinið hefði verið til staðar við rannsóknina í mars 2015; sérfræðingar sem greindu krabbameinið, rannsóknarmenn Landlæknis, álitsgjafi á vegum VÍS og dómskvaddur matsmaður væru á einu máli í þeim efnum. Dómurinn taldi hins vegar ekki sannað að læknirinn hefði gerst sekur um saknæma háttsemi við skoðunina sjálfa, svo varði skaðabótaábyrgð. Þegar litið væri til skorts á eftirfylgni horfði hins vegar öðruvísi við. Þar sem læknirinn aðhafðist ekkert til að fylgja konunni eftir, og lét henni enga ráðgjöf í té, lægi fyrir vanræksla af hans hálfu. Leiða mætti jafnframt að því líkum að líklegra hefði verið að krabbameinsmeðferð hefði borið árangur, hefði æxlið greinst fyrr en raunin varð. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að bæði læknirinn og VÍS verði dæmd til að greiða fjölskyldunni bætur fyrir missi framfæranda eins og krafist var. Þá taldi dómurinn að læknirinn hefði „með stórfelldu gáleysi“ gert mistök sem leiddu til andláts konunnar. Honum skyldi því gert að greiða föðurnum og börnunum fjórum 2,2 milljónir króna í miskabætur hverju fyrir sig. Faðirinn fékk alls 13,3 milljónir í sinn hlut og börnin eftirfarandi bætur hvert um sig; 3,9 milljónir, 4,9 milljónir, 6,2 milljónir og 7,1 milljón. Samtals voru fjölskyldunni þannig dæmdar 35,4 milljónir í bætur. Þá var VÍS og lækninum gert að greiða 2,6 milljónir í málskostnað. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni VÍS og læknisins hefur ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun dómsins.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent