Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:21 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. Pakistanski miðillinn Dawn greinir frá stöðu leitarinnar á vef sínum í dag. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og félaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, í rúma fimm sólarhringa. Ekki var unnt að leita að þremenningunum í gær og fyrradag vegna veðurs en nú er útlit fyrir að veðurgluggi hafi opnast. Dawn hefur eftir tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að stefnt sé að því að C-130 flugvél pakistanska hersins verði send til leitarinnar í dag. Flugvélin er sögð komast hærra en þyrlurnar sem notaðar hafa verið við leit fram að þessu. Flugvélin verði útbúin hitamyndavélum. Þá séu fjórir göngumenn vanir háfjallaklifri tilbúnir að leggja af stað upp fjallið ef myndir úr hitamyndavélum varpi ljósi á staðsetningu Johns Snorra og félaga. Tveir göngumannanna, Sadiq Sadpara og Ali Muhammad Sadpara, hafi þegar lokið hæðaraðlögun og geti farið tafarlaust upp fyrir grunnbúðir ef nauðsyn krefur. Sextíu dagar til leitar Raja Nasir Ali Khan, ferðamálaráðherra á svæðinu, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið á fundi í gær að gefa sér sextíu daga til leitarstarfs á K2. Þá verði aðeins lagt í björgunaraðgerðir upp fjallið þegar nákvæm staðsetning þremenninganna liggi fyrir. ...Duration of search activity is likely to be extended up to 60 days. Embassies of both foreign nationals may also be taken on board regarding search activities their assistance in form of international rescue climbers.#k2winterexpedition2021#Alisadapara #JohnSnorri #JPMohr— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 10, 2021 Stjórnvöld í Pakistan bönnuðu í gær ferðir upp á K2 út vetrartímabilið. Allir göngumenn sem þá voru staddir í búðum á fjallinu héldu í kjölfarið heim. Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Pakistanski miðillinn Dawn greinir frá stöðu leitarinnar á vef sínum í dag. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og félaga hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, í rúma fimm sólarhringa. Ekki var unnt að leita að þremenningunum í gær og fyrradag vegna veðurs en nú er útlit fyrir að veðurgluggi hafi opnast. Dawn hefur eftir tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að stefnt sé að því að C-130 flugvél pakistanska hersins verði send til leitarinnar í dag. Flugvélin er sögð komast hærra en þyrlurnar sem notaðar hafa verið við leit fram að þessu. Flugvélin verði útbúin hitamyndavélum. Þá séu fjórir göngumenn vanir háfjallaklifri tilbúnir að leggja af stað upp fjallið ef myndir úr hitamyndavélum varpi ljósi á staðsetningu Johns Snorra og félaga. Tveir göngumannanna, Sadiq Sadpara og Ali Muhammad Sadpara, hafi þegar lokið hæðaraðlögun og geti farið tafarlaust upp fyrir grunnbúðir ef nauðsyn krefur. Sextíu dagar til leitar Raja Nasir Ali Khan, ferðamálaráðherra á svæðinu, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið á fundi í gær að gefa sér sextíu daga til leitarstarfs á K2. Þá verði aðeins lagt í björgunaraðgerðir upp fjallið þegar nákvæm staðsetning þremenninganna liggi fyrir. ...Duration of search activity is likely to be extended up to 60 days. Embassies of both foreign nationals may also be taken on board regarding search activities their assistance in form of international rescue climbers.#k2winterexpedition2021#Alisadapara #JohnSnorri #JPMohr— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 10, 2021 Stjórnvöld í Pakistan bönnuðu í gær ferðir upp á K2 út vetrartímabilið. Allir göngumenn sem þá voru staddir í búðum á fjallinu héldu í kjölfarið heim.
Pakistan John Snorri á K2 Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent