Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. febrúar 2021 13:00 Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun