Einlægir þættir um minningar tengdar Reykjavíkurborg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:31 Sveinn Orri Símonarson kvikmyndagerðarmaður segir sögur af eftirminnilegum augnablikum í Reykjavík í nýjum þáttum. Elvar Örn Egilsson Þættirnir Borgarminning hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga, en á bak við verkefnið er kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Orri. Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan. Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira