Einlægir þættir um minningar tengdar Reykjavíkurborg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:31 Sveinn Orri Símonarson kvikmyndagerðarmaður segir sögur af eftirminnilegum augnablikum í Reykjavík í nýjum þáttum. Elvar Örn Egilsson Þættirnir Borgarminning hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga, en á bak við verkefnið er kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Orri. Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan. Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira