Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:25 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir það mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Vísir/Vilhelm Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld en bréfið birti Jóhann Vigdís einnig inni á Facebook-hópi félaga Samfylkingarinnar. Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki hugsað til framboðs fyrir annan flokk. Jóhanna Vigdís hefur lengi verið í Samfylkingunni og frá árinu 2017 hefur hún setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn, sinnt störfum í fjárlaganefnd, mótað nýsköpunarstefnu Íslands í nefnd nýsköpunarráðherra, setið í menntanefnd Samfylkingarinnar og setið í stjórnum SFFR, Kvennahreyfingarinnar og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, eins og hún rekur sjálf í póstinum sem hún sendi í dag. „Það var því afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfum fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. Hún segist þó virða niðurstöðu uppstillinganefndar og vilja forystu flokksins. „Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og samferðafólki í Samfylkingunni, fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár segi ég mig hér með frá varaþingmennsku, öllum ábyrgðarstörfum innan flokksins, og úr Samfylkingunni.“ Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld en bréfið birti Jóhann Vigdís einnig inni á Facebook-hópi félaga Samfylkingarinnar. Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki hugsað til framboðs fyrir annan flokk. Jóhanna Vigdís hefur lengi verið í Samfylkingunni og frá árinu 2017 hefur hún setið sem varaþingmaður fyrir flokkinn, sinnt störfum í fjárlaganefnd, mótað nýsköpunarstefnu Íslands í nefnd nýsköpunarráðherra, setið í menntanefnd Samfylkingarinnar og setið í stjórnum SFFR, Kvennahreyfingarinnar og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, eins og hún rekur sjálf í póstinum sem hún sendi í dag. „Það var því afar ánægjulegt að sjá áhuga fólks á þátttöku í flokksstarfinu aukast, að einhverju leyti í takt við gott gengi í skoðanakönnunum. Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfum fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið – að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar – sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár,“ skrifar Jóhanna. Hún segist þó virða niðurstöðu uppstillinganefndar og vilja forystu flokksins. „Um leið og ég þakka ykkur, vinum mínum og samferðafólki í Samfylkingunni, fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár segi ég mig hér með frá varaþingmennsku, öllum ábyrgðarstörfum innan flokksins, og úr Samfylkingunni.“
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira