Viðar Örn: Bið Þórólf um að létta aðeins brúnina Gunnar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:15 Viðar Örn Hafsteinsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/ernir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt. Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55